Erlent

Vilja dauðarefsingar yfir sex vegna 11. september

Khalid Sheikh Mohammed.
Khalid Sheikh Mohammed.

Bandaríkin munu krefjast dauðarefsingar yfir sex Guantanamo föngum sem eru grunaðir um aðild að hryðjuverkaárásunum þann 11. september 2001. Þetta hefur CNN fréttastöðin hefur eftir foringja úr bandaríska flughernum. Á meðal þeirra sem krafist er dauðarefsingar yfir er Khalid Sheikh Mohammed, sem talinn er vera einn aðal skipuleggjandi árásanna. Sexmenningarnir verða allir ákærðir fyrir stríðsglæpi og hryðjuverk. Fjórir þeirra verða einnig ákærðir fyrir flugrán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×