Erlent

Fjórðungur af Norðurpólsísnum bráðnaði á síðasta ári

Ísinn í kringum Norðurpólinn bráðnar mun hraðar en menn hafa gert sér grein fyrir hingað til. Samkvæmt upplýsingum frá dönsku veðurstofunni bráðnaði um fjórðungur af ísnum bara á síðasta ári.

Rasmus Tonboe yfirmaður rannsókna hjá dönsku veðurstofunni segir að nýjar gervihnattamyndir sýni að ísinn hafi bráðnað þetta mikið á síðasta ári.

Hluti af orsökinni fyrir þessari miklu bráðnun er hækkandi hitastig og hluti eru breytingar á hafstraumakerfinu í kringum Norðurpólinn.

Samkvæmt fyrri rannsóknum hefur verið leitt líkum að því að Norðurpóllinn verði algerlega íslaus á sumrin frá árinu 2040. Þessar nýjustu upplýsingar gefa hinsvegar í skyn að slíkt muni gerast mun fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×