Aðgerðarleysi í málefnum Byrgisfólksins er mannréttindabrot Breki Logason skrifar 31. janúar 2008 12:02 Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar. „Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur." Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
„Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur."
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira