Erlent

Stálu 430 þúsund dósum af neftóbaki

Frá Gautaborg.
Frá Gautaborg.

Risastórt neftóbaksrán var framið í Gautaborg í Svíþjóð í fyrrinótt þegar 430.000 dósum af neftóbaki var stolið úr kæligeymslu við höfnina í borginni.

Alls er um 20 tonn af neftóbaki að ræða. Lögreglan telur að þjófarnir hafi notið aðstoðar einhvers sem vann hjá tóbaksfyrirtækinu er átti dósirnar þar sem öryggiskerfið hafði verið aftengt og hurðir að geymslunni voru opnar. Verðmæti þýfisins nemur um 150 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×