Erlent

Bretar loka menningarskrifstofu í Rússlandi

Menningarskrifstofa Breta í Sánkti Pétursborg hefur verið lokað.
Menningarskrifstofa Breta í Sánkti Pétursborg hefur verið lokað. MYND/AP

Bretar hafa lokað menningarskrifstofu sinni í Sánkti Pétursborg í Rússlandi tímabundið. Það gera þeir vegna þess að Rússar hafa ákveðið að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til breskra diplómata sem starfa þar og á menningarskrifstofunni í Yekaterinburg í Úrafjöllum. Þetta gerðu þeir í mótmælaskyni við upphaflega ákvörðun Breta um að hundsa kröfur Rússa um að þeim yrði lokað.

Rússnesk yfirvöld hafa yfirheyrt innlenda starfsmenn menningarskrifstofanna. Samskipti ríkjanna hafa verið slæm síðan Bretar kröfðust framsals á manni sem þeir telja að hafi byrlað rússneskum útlaga eitur. Sá maður, Alexander Litvinenko, lést eftir að hann drakk te sem geislavirku efni hafði verið komið í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×