Erlent

Lögregla skýtur sjö til bana í Kenía

Mótmælendur nota bíl sem búið er að eyðileggja sem vegatálma.
Mótmælendur nota bíl sem búið er að eyðileggja sem vegatálma. MYND/AFP

Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía segir að lögregla hafi skotið sjö manns til bana í mótmælum í dag og meira en eitt þúsund hefðu látist frá úrslitum forsetakosninganna 27. desember. Þetta er annar dagur þriggja daga mótmæla. Í gær létust að minnsta kosti fjórir.

Fréttaritari BBC sem staddur er í Kibera fátækrahverfinu í Naírobí segir að tveir hafi verið skotnir í átökum. Lögregla reyni einni að fjarlægja vegatálma og gaddavír.

Odinga sagði BBC að alþljóðasamfélagið ætti að að setja viðskiptaþvinganir gegn landinu. Talið er að Evrópusambandið muni styðja áætlanir um að dregið verði úr aðstoð við ríkisstjórnina.

Lögregla hefur bannað öll mótmæli. Meira en 600 hafa látist í óeirðum frá því tilkynnt var að Kibaki forseti hefði verið endurkjörinn en stjórnarandstaðan sakar forsetann um kosningasvindl.

Odinga hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og segist munu hætta mótmælum komi í ljós að Kibaki er raunverulega sigurvegari.

Kibaki sagði ennfremur að hann væri tilbúinn að taka þátt í samteypu ríkisstjórn sem hefði það að markmiðið að efnt yrði til nýrra kosninga innan sex mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×