Erlent

Þrír Bandaríkjamenn féllu í Írak

Þrír bandarískir hermenn létust eftir að hafa orðið fyrir skothríð vígamanna í Salahuddin héraði í Írak í dag. Tveir hermenn til viðbótar særðust í árásinni.

Þar með hafa 19 bandarískir hermenn fallið í Írak á árinu.

Árásin í dag varð á svæði sem bandarískar og íraskar hersveitir hafa einbeitt sér mikið að síðustu daga vegna gruns um að þar sé að finna mikið af uppreisnarmönnum. Svæðið er í Norður-Írak og samanstendur af Diyala, Salahuddin, Kirkuk og Nineveh héruðum.

Bandarísk yfirvöld segjast hafa fellt um 60 uppreisnarmenn á þessu svæði síðustu daga. 13 bandarískir hermenn hafa fallið á sama tíma.

Sex af þeim létust í Diyala er þeir réðust inn í hús sem búið var að fylla af sprengjuefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×