Erlent

Barnsrán á Spáni minnir á mál Madeleine

Hvarf Mari minnir á hvarfið á Madeleine í maí síðastliðnum.
Hvarf Mari minnir á hvarfið á Madeleine í maí síðastliðnum. MYND/AFP
Örvæntingarfull leit fer nú fram af fimm ára gamalli spænskri stúlku sem hefur verið saknað síðan á sunnudag þegar hún hvarf skammt frá heimili sínu í Huelva á Spáni. Stúlkan, Mari Luz Cortes, fór út að kaupa kartöfluflögur í hverfissjoppunni örfáar húsalengdir frá heimili sínu. Fjölskyldan fór að leita hennar þegar hún kom ekki til baka og tilkynnti um hvarfið.

Juan Jose faðir stúlkunnar var tárvotur þegar hann biðlaði til þess eða þeirra sem hefðu stúlkuna undir höndum. Plakötum með myndum af Mari var dreift um nærliggjandi bæi við landamæri Portúgals og leit lögreglu heldur áfram með aðstoð hundruð sjálfboðaliða.

Foreldrum  Madeleine McCann sem hvarf af hóteli í Portúgal í ágúst er mjög  brugðið við fréttirnar. Huelva er einungis tveggja tíma bílferð frá Praia da Luz í Portúgal þaðan sem Madeleine hvarf. Gerry skrifaði á bloggsíðu sína að hjónin hefðu einmitt verið í Huelva í ágúst til að vekja athygli á hvarfi Madeleine. Þau telja að sá sem rændi henni hafi einmitt farið í gegnum strandbæinn Huelva á leið sinni með stúlkuna til Afríku.

Clarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna sagði að einkaspæjarar sem vinna fyrir fjölskylduna væru að skoða hvort einhver tengsl væru á milli málanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×