Erlent

Páfi lætur undan þrýstingi mótmælenda

Benedikt páfi hætti í dag við að halda ræðu við skólasetningu einn virtasta háskóla Rómar á fimmtudag eftir að fyrirhuguð mótmæli nemenda og kennara ógnuðu því að varpa skugga á athöfnina.

Páfi hafði samþykkt að flytja erindi við skólasetningu La Sapienza háskólans. Þetta féll ekki í kramið hjá prófessorum við skólann en 67 þeirra settu nafn sitt við undirskriftalista sem lýsti því yfir að Benedikt páfi væri afturhalssamur guðfæðingur sem tæki trúarbrögð fram yfir vísindi. Prófessorarnir eru á þeirra skoðun að slíkur maður ætti ekki að fá að tala við skólasetningu La Sapienza háskólans.

Í kjölfarið hótuðu nemendur að taka á móti páfa með kröftugum mótmælum. Vatíkanið hefur neitað að tjá sig um málið síðustu daga en lét loks undan þrýstingi í dag og tilkynnti að Benedikt páfi hefði hætt við að halda erindi sitt.

"Ég er mjög vonsvikinn. Menn þurfa ekki endilega að vera sammála páfanum. En það hefði átt að leyfa honum að tala," sagði Fabio Mussi, hákólamálaráðherra vegna málsins.

Á Ítalíu hefur þessu deila þróast undanfarna daga og snýst nú um meira en bara fyrirhugað erindi páfa við La Sapienza skólann heldur um aðskilnað ríkis og kirkju og málfrelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×