Erlent

Þrjátíu látnir í átökum í norðvesturhluta Pakistans

MYND/AP

Þrjátíu eru látnir eftir átök pakistanskra hermanna við herskáa stuðningsmenn talibana í norðvesturhluta Pakistans í morgun. Sjö hinna látnu eru hermenn en 23 úr liði uppreisnarmannanna sem sátu fyrir hermönnunum létust eftir því sem herinn greinir frá.

Uppreisnarmenn hliðhollir talibönum í Afganistan hafa haft sig nokkuð í frammi í fjallahéruðum í norðurhluta Pakistans nærri landamærum Afganistans að undanförnu. Hafa afgönsk stjórnvöld gagnrýnt Pakistana fyrir að taka ekki nógu hart á þeim og koma þannig í veg fyrir árásir bæði talibana og al-Qaida liða yfir landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×