Erlent

Kibaki Keníuforseti boðar Odinga til viðræðna

Kibaki Keníuforseti fundaði með Desmond Tutu erkibiskupi frá Suður-Afríku í síðustu viku.
Kibaki Keníuforseti fundaði með Desmond Tutu erkibiskupi frá Suður-Afríku í síðustu viku.

Forseti Keníu, Mwai Kibaki, hefur boðað andstæðing sinn, Raila Odinga til viðræðna næstkomandi föstudag. Tilgangur með viðræðunum er að binda enda á þá óöld sem ríkt hefur í landinu, en hátt í 500 manns hafa látið lífið í óeirðum eftir að úrslit forsetakosninga urðu gerð kunn 27. desember síðastliðinn. Kibaki forseti segist reiðubúinn til að mynda þjóðstjórn til að binda enda á ringulreiðina í landinu. Því hafnar stjórnarandstaðan og vill að kosið verði á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×