Erlent

Íranskir bátar ógna bandarískum skipum

Sjóliði á þilfari bandarísks herskips.
Sjóliði á þilfari bandarísks herskips. MYND/AFP

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest fréttir CNN sjónvarpsstöðvarinnar um helgina um að íranskir hraðbátar hafi hótað þremur bandarískum herskipum á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Írans. Bátarnir voru fimm og á vegum íranskra byltingarsinna hringsóluðu í kringum herskipin í tæplega 200 metra fjarlægð.

Skipstjóri eins herskipsins var um það bil að gefa fyrirskipanir um að skjóta á bátana eftir að hótanir bárust frá þeim, þegar þeir hurfu á brott.

Verð á hráolíu hækkaði um 30 sent eftir frétt CNN þar sem óttast er truflana á olíuflutningum á hafi.

CNN hafði eftir einum sjóliðanna að hótunin á talstöðinni hafi hljóðað svo: „Við stefnum á ykkur. Þið munuð springa í loft upp eftir nokkrar mínútur." Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins var ekki tilbúinn að bregðast við fregnunum þegar Reuters fréttastofan leitaði eftir því.

Mikil spenna hefur ríkt á milli Washington og Teheran vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Í mars á síðasta ári tóku Íranar 15 breska sjóliða höndum á hafi úti og sökuðu þá um að koma í leyfisleyfi í íranska lögsögu þegar þeir rannsökuðu verslunarskip. Bretar héldu því fram að skiptið hefði verið í íraskri lögsögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×