Erlent

Bók Bhutto gefin út fyrir þingkosningar í Pakistan

Benazir Bhutto var ráðin af dögum þann 27. desember.
Benazir Bhutto var ráðin af dögum þann 27. desember. MYND/AP

Breska útgáfufyrirtækið HarperCollins hyggst flýta útgáfu á bók eftir Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, sem ráðin var af dögum milli jóla og nýárs.

Bókin kemur út þann 12. febrúar og ber nafnið Sættir: íslam, lýðræði og vestrið og hefur að geyma hugmyndir Bhutto um nýja sýn fyrir Pakistan og hinn íslamska heim eins og HarperCollins orðar það.

Forlagið segist hafa leitað eftir samþykki fjölskyldu Bhutto fyrir því að flýta útgáfu bókarinnar. Ákvörðun HarperCollins þýðir að bókin kemur út tæpri viku fyrir þingkosningar í Pakistan. Þær áttu að fara fram á morgun en kjörstjórn ákvað að fresta þeim vegna morðsins á Bhutto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×