Erlent

Skelfing eftir jarðskjálfta í Indónesíu

MYND/Getty Images

Jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter skók austhluta Indónesíu í morgun og eyðilagði fjölda bygginga. Skelfing greip um sig meðal íbúa Papúa á Nýju Gíneu en enginn lést samkvæmt uppllýsingum yfirvalda.

Upptök skjálftans voru um 8 kílómetra norður af Manokwariborg í vesturhluta Papúa. Eldur logar í fjölda húsa og sprungur mynduðust í mörgum til viðbótar. Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×