Erlent

Þjóðverja vísað úr landi

Írönsk yfirvöld hafa vísað þýskum diplómat úr landi. Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Það mun, samkvæmt heimildum þýsku fréttastofunnar DPA, vera svar Írana við því þegar írönskum diplómat var vísað úr Þýskalandi í júlí fyrir að hafa reynt að kaupa tæki og tól sem grunur lék á að nota ætti í umdeilda kjarnorkuáætlun Írana.

Talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins sagði aðeins að diplómatinn hefði yfirgefið Íran en neitaði að gefa upp ástæður þess. DPA hefur eftir heimildarmönnum sínum að þetta sé augljóslega andsvar við brottvísun íranska diplómatans í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×