Erlent

Fjórtán saknað eftir flugslys

Versta flugslys í sögu Venesúela var árið 2005 þegar 160 manns fórust.
Versta flugslys í sögu Venesúela var árið 2005 þegar 160 manns fórust.

Fjórtán er saknað eftir að flugvél hrapaði í sjóinn undan strönd Venesúela seint í gær. Um borð í vélinni voru átta Ítalir, Svisslendingur og fimm Venesúelamenn sem meðal annars skipuðu flugáhöfnina. Vélin sem er tveggja hreyfla fór frá flugvelli nálægt höfuðborginni Caracas. Skömmu eftir flugtak var tilkynnt um bilun í hreyflum vélarinnar og hún lenti í sjónum tæpum 40 kílómetrum frá eyjunni Los Roques sem er vinsæll ferðamannastaður. Leit að fólkinu hefur enn ekki borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×