Erlent

Stakk stjúpföður sinn 139 sinnum með skrúfjárni og hníf

MYND/Stefán

Dómstóll í Óðinsvéum dæmdi í dag 17 ára pilt í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa myrt stjúpföður sinn með því að stinga hann 139 sinnum með hníf og skrúfjárnum.

Eftir því sem danskir miðlar greina frá að hafði stjúpfaðirinn beitt bæði piltinn og móður hans ofbeldi í mörg ár. Kvöld eitt fór pilturinn farið með stjúpföður sínum á fyllerí í bænum og neytti bæði áfengis og fíkniefna. Þegar heim var komið heyrði hann móður sína æpa í stofunni og sótti hann þá hníf og skrúfjárn og réðst gegn stjúpföður sínum og myrti hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×