Erlent

Ferðamannaiðnaður í Kenía hrynur

Ferðamenn og innfæddir á strönd við Mombasa á austurströndinni.
Ferðamenn og innfæddir á strönd við Mombasa á austurströndinni. MYND/AFP

Ferðamannaiðnaðurinn í Kenía sem er afar ábatasöm tekjulind í landinu hefur orðið fyrir miklum skaða vegna óeirðanna sem nú geisa. Ferðamenn flykkjast frá landinu og þeir sem höfðu pantað frí hafa flestir hætt við. Ríkisstjórnir fjölmargra landa hafa varað landa sína við að fara til Kenía.

En það eru ekki bara ferðamenn sem yfirgefa landið því margir heimamenn sem óttast um eigið öryggi hafa flúið til nærliggjandi landa.

Meira en 300 manns hafa látist í óeirðunum og 100 þúsund hafa flúið heimili sín eftir úrslit forsetakosninganna sem eru afar umdeild.

Kenýa hefur státað sig af því að vera með stöðugri lýðræðum í Afríku. Ferðamannaiðnaðurinn í landinu aflar 55 milljarða króna tekna á ári hverju og laðar að meira en eina milljón ferðamanna á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×