Erlent

Snjóflóð féll á spænskt skíðasvæði

MYND/Getty Images

Þrír skíðamenn lentu undir snjóflóði sem féll utanbrautar á skíðasvæði í Pyrenneafjöllum á Spáni í dag. Talsmaður bæjaryfirvalda á staðnum gat ekki staðfest hvort einhverra væri saknað, en sagði að björgunarsveitir væru á leið á slysstaðinn.

Mikill snjór hefur fallið á svæðinu að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×