Erlent

Reyndi að nýta sér nafn Mary krónprinsessu til tesölu

MYND/AP

Danska konungsfjölskyldan telur að heildsala með te í Danmörku hafi misnotað nafn Mary krónprinsessu þar sem ein af teblöndum heildsölunnar ber nafnið Te Mary krónprinsessu.

Hafði talsmaður fjölskyldunnar því samband við heildsalann og bað hann um að taka þessa vöru af markaðinum ella hafa verra af. Af og til koma upp tilvik sem þessi þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér nafn konungsfjölskyldunnar.

Heildsalinn hefur ákveðið að framvegis muni teblanda hans aðeins heita Marys te.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×