Erlent

Aftur boðað til mótmælafundar í Nairobi

Reiknað er með að þúsundir stuðningsmanna Odinga reyni aftur að efna til mótmælafundar í Nairobi í Kenía í dag.

Búast má við svipaðri uppákomu og varð í gær er öryggissveitir lögreglunnar komu í veg fyrir fundarhöld með því að beita táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum.

Ekkert lát er á óeirðum og ofbeldi í landinu en nú hafa um 300 manns verið drepnir og 70.000 eru heimilislausir í kjölfar ólgunnar eftir forsetakosningarnar í síðasta mánuði.

Kibaki sem kjörinn var forseti segir að hann sé tilbúin til viðræðna við andstæðinga sína ef óeirðunum linni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×