Erlent

Stjórnarandstæðingar í Kenía fresta mótmælafundi

Óeirðalögregla beitti táragasi gegn stjórnarandstæðingum í morgun.
Óeirðalögregla beitti táragasi gegn stjórnarandstæðingum í morgun. MYND/AP

Stjórnarandstæðingar í Kenía hafa frestað fyrirhuguðum mótmælafundi sem halda átti í dag í höfuðborginni Naíróbí en hafa boðað til annars fundar á þriðjudag.

Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar, William Ruto, sagði í morgun að með þessu vildi stjórnarandstaðan reyna að koma í veg fyrir frekara mannfall í landinu en yfir 300 manns hafa látist í átökum í kjölfar forsetakosninga í landinu í lok síðasta árs.

Þar fór sitjandi forseti, Mwai Kibaki, með sigur af hólmi en helsti andstæðingur hans, Raila Odinga, sakaði hann um kosningasvik og fékk að hluta til stuðning við þau orð hjá kosningaeftirlitsmönnum.

Odinga hafði stefnt stuðningsmönnum sínum til fjölmenns fundar í Naíróbí dag þrátt fyrir bann stjórnvalda og var óttast að þar myndi koma til átaka á milli lögreglu og mótmælenda. Það reyndist að hluta til rétt því lögrega beitt táragasi og vatnsdælum gegn hópi fólks sem safnast hafði saman fyrir fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×