Tígrisdýrinu mögulega ögrað 3. janúar 2008 10:10 MYND/AP Lögreglan í San Francisco í Kaliforníu rannsakar nú hvort hlutir sem fundust við búr tígrisdýrsins sem varð einum að bana og slasaði tvo á jóladag, hafi verið notaðir til að ögra dýrinu eða hafi verið hent í það áður en það slapp. Tatiana sem var 175 kílóa síberískur tígur var skotin til bana eftir árásina. Lögregla rannsakar nú stóran stein, trjágrein og aðra hluti í tengslum við málið samkvæmt upplýsingum Sam Singer talsmanns dýragarðsins. Verið er að kanna hvort þessir hlutir hafi verið notaðir til að reita Tatiana til reiði með þeim afleiðingum að hún komst út úr búrinu. Heather Fong lögreglustjóri sagði að verið væri að rannsaka skófar á handriði við útisvæði tígrisdýranna til að ákveða hvort eitt fórnarlambanna hafi klifrað yfir handriðið. Nú er verið að tryggja öryggi í dýragarðinum áður en hann opnar að nýju í dag. Veggurinn í kringum íverustað tígrisdýranna verður hækkaður í tæplega 10 metra úr fjórum auk þess sem öryggisvörðum verður fjölgað og kallkerfi komið upp til að láta gesti vita ef til annars neyðaratviks kæmi. Þá verða tígrisdýr og ljón geymd inni þar til endanlega verður búið að tryggja öryggi á útisvæði þeirra. Bræðurnir tveir sem lifðu af árás Tatiönu sögðu að í 30 mínútur hefðu þeir ekki fengið hjálp öryggisvarða þar sem þeir voru ekki teknir alvarlega. Tígrisdýrið hoppaði yfir fjögurra metra vegg og drap Carlos Sousa auk þess að slasa vini hans. Auk þess að finna stóran stein og trjágrein sem starfsfólk man ekki eftir að hafa séð inni á svæði tígrisdýranna fyrir atburðinn, var lögregla látin vita af tómri vodkaflösku í bílnum sem mennirnir komu í í garðinn. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Lögreglan í San Francisco í Kaliforníu rannsakar nú hvort hlutir sem fundust við búr tígrisdýrsins sem varð einum að bana og slasaði tvo á jóladag, hafi verið notaðir til að ögra dýrinu eða hafi verið hent í það áður en það slapp. Tatiana sem var 175 kílóa síberískur tígur var skotin til bana eftir árásina. Lögregla rannsakar nú stóran stein, trjágrein og aðra hluti í tengslum við málið samkvæmt upplýsingum Sam Singer talsmanns dýragarðsins. Verið er að kanna hvort þessir hlutir hafi verið notaðir til að reita Tatiana til reiði með þeim afleiðingum að hún komst út úr búrinu. Heather Fong lögreglustjóri sagði að verið væri að rannsaka skófar á handriði við útisvæði tígrisdýranna til að ákveða hvort eitt fórnarlambanna hafi klifrað yfir handriðið. Nú er verið að tryggja öryggi í dýragarðinum áður en hann opnar að nýju í dag. Veggurinn í kringum íverustað tígrisdýranna verður hækkaður í tæplega 10 metra úr fjórum auk þess sem öryggisvörðum verður fjölgað og kallkerfi komið upp til að láta gesti vita ef til annars neyðaratviks kæmi. Þá verða tígrisdýr og ljón geymd inni þar til endanlega verður búið að tryggja öryggi á útisvæði þeirra. Bræðurnir tveir sem lifðu af árás Tatiönu sögðu að í 30 mínútur hefðu þeir ekki fengið hjálp öryggisvarða þar sem þeir voru ekki teknir alvarlega. Tígrisdýrið hoppaði yfir fjögurra metra vegg og drap Carlos Sousa auk þess að slasa vini hans. Auk þess að finna stóran stein og trjágrein sem starfsfólk man ekki eftir að hafa séð inni á svæði tígrisdýranna fyrir atburðinn, var lögregla látin vita af tómri vodkaflösku í bílnum sem mennirnir komu í í garðinn.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira