Erlent

Odinga segir að fjöldafundur verði haldinn þrátt fyrir bann

Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenýa segir að fyrirhugaður fjöldafundur í höfuðborginni Naíróbí muni fara fram á morgun þrátt fyrir bann sem stjórnvöld hafa lagt við útifundum. Odinga, sem neitar að viðurkenna ósigur sinn í forsetakosningum um síðustu helgi hefur hvatt stuðningsmenn sína til að mæta til fundarins og segist hann búast við því að um milljón manns svari kallinu.

Um 300 hafa látist í átökum sem blossuðu upp í kjölfar kosninganna en Odinga og menn hans saka hinn nýkjörna forseta Kibaki um stórfellt kosningasvindl. Mestu átökin hafa verið í vesturhluta landsins og sagði Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins sem búsettur er í Naíróbí að ástandið í höfuðborginni hafi verið nokkuð rólegt, þegar Vísir ræddi við hann í gær. Hann óttaðist hins vegar að upp úr kynni að sjóða á fjöldafundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×