Frank Lampard segir að hefnd verði ekki efst í huga leikmanna Chelsea þegar þeir mæta Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur slegið Chelsea út úr síðustu tveimur einvígjum þessara liða í keppninni.
„Hefnd er hættuleg tilfinning í fótbolta vegna þess að það er mikilvægt að halda ró sinni. Fyrri viðureignir hafa ekkert að segja í þessum leikjum," segir Lampard. „Í Meistaradeildinni þurfa menn að einbeita sér frá byrjun til enda."
Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist búast við virkilega erfiðum og jöfnum viðureignum við Chelsea.