Innlent

Valdabarátta um vistvæna orku á Íslandi

Blaðamaðurinn var hér á landi meðan verið var að fylla Hálslón.
Blaðamaðurinn var hér á landi meðan verið var að fylla Hálslón. MYND/GVA

Íslendingar standa frammi fyrir vali á milli þess að styrkja efnahag landsins og framleiða vistvæna orku - eða halda landinu óspilltu. Þetta segir í grein nýjasta tölublaðs National Geographic sem fjallar um Ísland.

Megininntak greinarinnar eru mismunandi viðhorf til orkufreks iðnaðar og er álverið við Reyðarfjörð og Kárahnjúkavirkjun útgangspunktur umfjöllunarinnar.

Blaðamaðurinn Marguerite Del Giudice var á Íslandi um hríð þegar verið var að fylla Hálslón. Hún fjallar um afleiðingar þess fyrir dýralíf og að Íslendingar hafi ekki vitað hvort efnahagslegur ávinningur yrði af framkvæmdinni eða hún yrði mesta umhverfisslys í sögu Evrópu.

Greinina í National Georgraphic má nálgast hér á heimasíðu tímaritsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×