Tveir stuðningsmenn ítalska úrvalsdeildarfélagsins Juventus létust í umferðarslysi í dag. Þeir voru í rútu sem var á leið á Ólympíuleikvanginn í Tórínó en Juventus tekur á móti Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Rútan var fullsetin af stuðningsmönnum Juventus frá Sviss sem voru á leið á leikinn. Eftir því sem fregnir herma mun bílstjórinn hafa misst stjórn á bifreiðinni sem ók inn í byggingu.
Tíu manns eru alvarlega slasaðir og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Þó er frekari fregna beðið af slysstað og enn er óljóst hvort leiktíma leiksins verður breytt.
Tveir stuðningsmenn Juventus létust
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

