Eiður: Ég vildi helst mæta Man Utd 21. apríl 2008 15:52 NordcPhotos/GettyImages Eiður Smári Guðjohnsen segir félaga sína hjá Barcelona vel stemmda fyrir leikina gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Í samtali við Guardian segist hann helst hafa óskað þess að mæta United af liðunum þremur sem eru í undanúrslitunum ásamt Barcelona. Börsungum hefur ekki gengið sem skildi í deildinni heima fyrir en Eiður segir ekkert vanta upp á sjálfstraustið hjá liðinu. Hann segir United hafa ástæðu til að óttast sóknarþunga Katalóníuliðsins. "Okkur hefur skort sjálfstraust í deildinni hér heima og það er eins og við þurfum að skora þrjú mörk til að geta unnið leik," sagði Eiður, en Barcelona hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum. "Í meistaradeildinni hefur okkur aftur á móti gengið betur að verjast og þar vantar ekkert upp á sjálfstraustið. Ég er persónulega með það markmið að sigra í Evrópukeppninni því ég hef tvisvar komist í undanúrslitin," sagði Eiður og bætti við að hann væri feginn að mæta United í undanúrslitunum. "Ég vildi fá United því það er liðið sem hentar okkur best. Gegn þeim fáum við smá pláss til að spila fótbolta. United er hæfileikaríkara lið en Chelsea og Liverpool, en ekki jafn líkamlega sterkt og þétt varnarlega." Eiður minnist þess að United hafi sýnt sér áhuga þegar hann fór frá Chelsea. "United sýndi mér áhuga tvisvar áður en ég fór til Barcelona og það er mikill heiður. Alex Ferguson er goðsögn í lifanda lífi og maður sem hefur gert frábæra hluti. Chelsea vildi hinsvegar ekki selja mig til keppinauta sinna og þegar kom tilboð frá Barcelona- var ég ekki lengi að hugsa mig um," sagði Eiður í samtali við Guardian. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir félaga sína hjá Barcelona vel stemmda fyrir leikina gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Í samtali við Guardian segist hann helst hafa óskað þess að mæta United af liðunum þremur sem eru í undanúrslitunum ásamt Barcelona. Börsungum hefur ekki gengið sem skildi í deildinni heima fyrir en Eiður segir ekkert vanta upp á sjálfstraustið hjá liðinu. Hann segir United hafa ástæðu til að óttast sóknarþunga Katalóníuliðsins. "Okkur hefur skort sjálfstraust í deildinni hér heima og það er eins og við þurfum að skora þrjú mörk til að geta unnið leik," sagði Eiður, en Barcelona hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum. "Í meistaradeildinni hefur okkur aftur á móti gengið betur að verjast og þar vantar ekkert upp á sjálfstraustið. Ég er persónulega með það markmið að sigra í Evrópukeppninni því ég hef tvisvar komist í undanúrslitin," sagði Eiður og bætti við að hann væri feginn að mæta United í undanúrslitunum. "Ég vildi fá United því það er liðið sem hentar okkur best. Gegn þeim fáum við smá pláss til að spila fótbolta. United er hæfileikaríkara lið en Chelsea og Liverpool, en ekki jafn líkamlega sterkt og þétt varnarlega." Eiður minnist þess að United hafi sýnt sér áhuga þegar hann fór frá Chelsea. "United sýndi mér áhuga tvisvar áður en ég fór til Barcelona og það er mikill heiður. Alex Ferguson er goðsögn í lifanda lífi og maður sem hefur gert frábæra hluti. Chelsea vildi hinsvegar ekki selja mig til keppinauta sinna og þegar kom tilboð frá Barcelona- var ég ekki lengi að hugsa mig um," sagði Eiður í samtali við Guardian.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira