Erlent

Söguðu hraðamyndavél niður

MYND/Getty Images

Tveir austurrískir unglingar hafa verið sektaðir um rúmlega níu milljónir íslenskra króna fyrir að höggva niður og grafa hraðamyndavél sem náði þeim á of miklum hraða.

Peter Hochstacher og Thomas Moebel sem báðir eru 19 ára náðust á of miklum hraða af myndavélinni í bænum Lustenau í Austurríki. Þeir notuðu axir og sög til að saga vélina niður og grófu hana síðan á engi við veginn.

Bóndi fann vélina þegar hann var að plægja akurinn og lögregla rannsakaði myndirnar í myndavélinni. Þar fannst einmitt mynd af drengjunum og þeir játuðu verknaðinn.

Héraðsdómur sagði að sektin myndi duga fyrir kostnaði við að koma nýrri myndavél upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×