Ítalíumeistarar Inter tilkynna á heimasíðu sinni að Jose Mourinho sé tekinn við stjórnartaumum liðsins. Þetta kemur ekki á óvart en Mourinho hefur verið sterklega orðaður við liðið síðan Roberto Mancini var rekinn.
Mourinho hefur skrifað undir þriggja ára samning sem gefur honum um sjö milljónir punda á ári. Þar með er hann orðinn launahæsti þjálfari í sögu ítalska boltans.
Mourinho mun verða kynntur fyrir stuðningsmönnum Inter á morgun.