Silvio Berlusconi hyggst hætta sem forseti hjá AC Milan eftir að hann tekur sæti forsætisráðherra Ítalíu í þriðja sinn í næsta mánuði.
Hann hefur verið undir pressu að stíga af stóli hjá AC Milan þar sem hans hlutverk hjá liðinu telst valda árekstrum við forsætisráðherrahlutverkið.
Þessi 71. árs fjölmiðla-mógúll hefur verið sakaður um að misnota völd sín í eigin þágu. Hann hefur verið eigandi AC Milan síðan 1986.