Innlent

Lögreglan leitar Pólverja vegna Keilufellsárásar

Lögreglan lýsir eftir Tomasz Krzysztof Jagiela. Tomasz er Pólverji, fæddur 1980. Hann er eftirlýstur grunaður um aðild að alvarlegri líkamsárás í Keilufelli 35, 22. mars síðast liðinn.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um dvalarstað hans hafi samband við lögregluna höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.


Tengdar fréttir

Ekkert þokast í rannsókn á Keilufellsárás

Ekkert hefur þokast í rannsókn lögreglu á árás á sjö karlmenn í Keilufelli á laugardag. Fjórir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en yfirheyrslur yfir þeim hafa engan árangur borið.

Alvarlega særður eftir árás í Keilufelli

Einn maður liggur alvarlega slasaður, brotinn og með samfallið lunga, eftir fólskulega líkamsárás síðdegis í gær. Lögregla leitar enn allt að átta pólskra karlmanna sem ruddust ásamt fjórum öðrum inn í hús í Keilufelli vopnaðir öxum og bareflum.

Einn til viðbótar handtekinn í Keilufellsmálinu

Einn maður til viðbótar hefur verið handtekinn í Keilufellsmálinu svokallaða þegar hópur Pólverja réðst að samlöndum sínum í húsi í Keilufelli á skírdag. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn í Röstinni í Reykjanesbæ og naut aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra við handtökuna.

Árásarmennirnir ófundnir

Lögreglan leitar enn að sex til átta manns sem grunaðir eru um að hafa brotist inn á heimili í Keilufelli í gær og ráðist með kylfum á sjö karlmenn sem þar bjuggu. Rannsóknin beinist meðal annars að því að fá staðfestan framburð fórnarlambanna um að um pólskt glæpagengi hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×