Jafnt hjá Arsenal og Man Utd 20. febrúar 2008 21:38 Carlos Tevez skoraði afar mikilvægt mark fyrir United í Frakklandi Nordic Photos / Getty Images Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira
Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira