Fleiri veðjuðu á Real Madrid Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2008 10:47 Mirko Vucinic fagnar sigurmarki sínu fyrir Roma í gær. Nordic Photos / AFP Naumur meirihluti lesenda Vísis reiknuðu með að Real Madrid myndi ná að slá út Roma í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og höfðu þar með rangt fyrir sér. Roma vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, og þurftu Madrídingar því aðeins að skora eitt mark í síðari leiknum og halda svo hreinu til að komast áfram. 55,5 prósent lesenda Vísis töldu að Madrídingum tækist að vinna Rómverja en 44,5 prósent reiknuðu frekar með því að Rómverjar kæmust áfram í keppninni. En Rómverjar héldu föstu fyrir og urðu svo fyrri til að skora á 73. mínútu leiksins. Real jafnaði skömmu síðar en Roma tryggði sér svo sigur í leiknum í uppbótartíma og þar með sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn var gríðarlega harður en metjöfnun átti sér stað í fjölda spjalda sem fóru á loft. Dómarinn lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum á loft í leiknum, þar af sama leikmanninum tvívegis. Tvívegis áður hafa ellefu gul spjöld farið á loft, í leik Panathinaikos og Juventus árið 2000 og svo í leik Roma og Lyon í fyrra. Þetta var fjórða árið í röð sem Real Madrid dettur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá kemur í ljós að ef síðustu fimm tímabil í Meistaradeildinni eru tekin saman kemst Real Madrid ekki á lista átta efstu liða yfir flesta unna leiki í keppninni. AC Milan hefur unnið flesta leiki á þessu tímabili, 30 talsins. Chelsea kemur næst með 26 sigurleiki, þá Lyon (25), Arsenal (24), Barcelona (23), Manchester United (23), Liverpool (22) og Inter (21). Real Madrid kemur svo í níunda sæti með 20 sigurleiki. Spurning dagsins snýst að þessu sinni um ensku úrvalsdeildina. Eftir sigur Liverpool á West Ham í gær er ljóst að Everton og Liverpool eru nú jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. 4. sætið er eftirsóknarvert þar sem það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Við spyrjum því „Hvaða lið endar í fjórða sæti í Englandi?" og gefum þrjá svarmöguleika - Everton, Liverpool eða annað lið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Naumur meirihluti lesenda Vísis reiknuðu með að Real Madrid myndi ná að slá út Roma í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og höfðu þar með rangt fyrir sér. Roma vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, og þurftu Madrídingar því aðeins að skora eitt mark í síðari leiknum og halda svo hreinu til að komast áfram. 55,5 prósent lesenda Vísis töldu að Madrídingum tækist að vinna Rómverja en 44,5 prósent reiknuðu frekar með því að Rómverjar kæmust áfram í keppninni. En Rómverjar héldu föstu fyrir og urðu svo fyrri til að skora á 73. mínútu leiksins. Real jafnaði skömmu síðar en Roma tryggði sér svo sigur í leiknum í uppbótartíma og þar með sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn var gríðarlega harður en metjöfnun átti sér stað í fjölda spjalda sem fóru á loft. Dómarinn lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum á loft í leiknum, þar af sama leikmanninum tvívegis. Tvívegis áður hafa ellefu gul spjöld farið á loft, í leik Panathinaikos og Juventus árið 2000 og svo í leik Roma og Lyon í fyrra. Þetta var fjórða árið í röð sem Real Madrid dettur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá kemur í ljós að ef síðustu fimm tímabil í Meistaradeildinni eru tekin saman kemst Real Madrid ekki á lista átta efstu liða yfir flesta unna leiki í keppninni. AC Milan hefur unnið flesta leiki á þessu tímabili, 30 talsins. Chelsea kemur næst með 26 sigurleiki, þá Lyon (25), Arsenal (24), Barcelona (23), Manchester United (23), Liverpool (22) og Inter (21). Real Madrid kemur svo í níunda sæti með 20 sigurleiki. Spurning dagsins snýst að þessu sinni um ensku úrvalsdeildina. Eftir sigur Liverpool á West Ham í gær er ljóst að Everton og Liverpool eru nú jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. 4. sætið er eftirsóknarvert þar sem það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Við spyrjum því „Hvaða lið endar í fjórða sæti í Englandi?" og gefum þrjá svarmöguleika - Everton, Liverpool eða annað lið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti