Glæparannsóknir sem mölur og ryð fá ei grandað Atli Steinn Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2008 08:31 Smávinir fagrir, foldar skart. MYND/Wikimedia.org Nýjustu kenningar í skordýrafræðum gera fastlega ráð fyrir því að viss tegund mölflugna geti orðið lykillinn að glæparannsóknum í framtíðinni. Mölflugur gera gott betur en að nærast á fatalörfum, þær hika ekki við að leggja sér eigendur fatanna til munns fái þær tækifæri. Vitað er að afbrigðið tinea pellionella nærist á mannshári og já, þetta örsmáa sköpunarverk étur einnig aðra hluta mannslíkamans sem það kemst í tæri við. Þótt þetta hljómi ef til vill ekki spennandi fyrir þá sem eru að snæða morgunverðinn einmitt núna telur skordýrafræðingurinn Sibyl Bucheli við Sam Houston-ríkisháskólann í Texas þetta alls ekki slæmar fréttir. Við morðrannsóknir þar sem færa þarf sönnur á að mannslík hafi verið á ákveðnum stað á einhverjum tímapunkti gæti tækniliði lögreglu nægt að finna mölflugu af nefndri tegund á staðnum eða bara ham hennar. Tegundin hefur nefnilega hamskipti og gamli hamurinn inniheldur oft leifar af þeirri fæðu sem dýrið hefur nærst á. Sé um hluta af manneskju að ræða, jafnvel aðeins bút af hári, nægir hann til að greina erfðaefni viðkomandi sem síðar getur orðið ómetanlegt gagn við að sanna hvort líkið hafi einhvern tímann verið á þessum tiltekna stað. Þetta kann að hljóma langsótt en hefur þegar nýst við að upplýsa morðmál í Galveston í Texas í fyrra. Sannast þar hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð. Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Nýjustu kenningar í skordýrafræðum gera fastlega ráð fyrir því að viss tegund mölflugna geti orðið lykillinn að glæparannsóknum í framtíðinni. Mölflugur gera gott betur en að nærast á fatalörfum, þær hika ekki við að leggja sér eigendur fatanna til munns fái þær tækifæri. Vitað er að afbrigðið tinea pellionella nærist á mannshári og já, þetta örsmáa sköpunarverk étur einnig aðra hluta mannslíkamans sem það kemst í tæri við. Þótt þetta hljómi ef til vill ekki spennandi fyrir þá sem eru að snæða morgunverðinn einmitt núna telur skordýrafræðingurinn Sibyl Bucheli við Sam Houston-ríkisháskólann í Texas þetta alls ekki slæmar fréttir. Við morðrannsóknir þar sem færa þarf sönnur á að mannslík hafi verið á ákveðnum stað á einhverjum tímapunkti gæti tækniliði lögreglu nægt að finna mölflugu af nefndri tegund á staðnum eða bara ham hennar. Tegundin hefur nefnilega hamskipti og gamli hamurinn inniheldur oft leifar af þeirri fæðu sem dýrið hefur nærst á. Sé um hluta af manneskju að ræða, jafnvel aðeins bút af hári, nægir hann til að greina erfðaefni viðkomandi sem síðar getur orðið ómetanlegt gagn við að sanna hvort líkið hafi einhvern tímann verið á þessum tiltekna stað. Þetta kann að hljóma langsótt en hefur þegar nýst við að upplýsa morðmál í Galveston í Texas í fyrra. Sannast þar hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð.
Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira