Innlent

Hafnar því að flúrormengun hafi aukist í Hvalfirði

Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga, vísar á bug fullyrðingum oddvita Kjósahrepps um vaxandi flúormengun í Hvalfirði vegna álframleiðslu.

Í fréttum Stöðvar tvö í gær var greint frá niðurstöðum rannsóknar á flúormengun í Hvalfirði í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga.

Fram kom í máli Sigurbjarnar Hjaltasonar, oddvita Kjósahrepps, að mengunin á svæðinu væri byrjuð að hafa áhrif á skepnur þar sem gildi flúors í grasi, laufi og barri hafi margfaldast á undanförnum árum eða allt frá því álverið tók til starfa árið 1998.

Sigurbjörn sagði enn fremur að mengunin væri mun meiri en reiknað hefði verið með í upphafi og vísaði til upplýsinga frá Umhverfisstofnun um að rafskaut í álverinu væru ódýrari kantinum og menguðu því meira.

Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli, vísaði þessu á bug í samtali við fréttastofu í morgun. Hann segir fyrirtækið ekki kannast við vaxandi flúormengun á svæðiinu og þá alls ekki tengslum við rafaskaut í álverinu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×