Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað skoska knattspyrnuliði Glasgow Celtic eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn í leik liðsins gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu.
Alls þarf Celtic að greiða rúm 42 þúsund pund í sektir, einnig þar sem að leikurinn hófst síðar en áætlað var.
Fram kom að Celtic hefði þrjá daga til að áfrýja dómnum en talsmaður félagsins sagði að það ætlaði að greiða sektina.
Í fyrra hljóp stuðningsmaður Celtic inn á völlinn þegar liðið mætti AC Milan. Stuðningsmaðurinn kom við Dida, markvörð AC Milan, sem féll í grasið með miklum tilburðum og var borinn af velli.