Innlent

Viðbeinsbraut mann í líkamsárás

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. MYND/E.Ól

Lögreglan á Selfossi fékk þrjár tilkynningar um líkamsárásir um páskahelgina eftir því sem segir í dagbók hennar.

Þannig réðst maður inn í íbúðarhús um miðnætti föstudagsins langa og gekk í skrokk á íbúa þar svo hann viðbeinsbrotnaði og hlaut áverka í andliti. Fórnarlambið gat ekki greint frá því hver árásarmaðurinn væri en lögregla telur sig hafa fengið upplýsingar um hann. Málið er í rannsókn en ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til.

Sama dag tilkynnti kona um að maðurinn hennar hefði ráðist á hana og valdið henni minni háttar áverkum. Svo vildi til að skömmu áður hafði maðurinn verið handtekinn vegna ölvunarláta og var vistaður í faNgageymslu.

Annan í páskum var svo óskað svo eftir lögreglu að sumarbústað í Hrunamannahreppi. Þar hafði sumarbústaeigandi orðið fyrir árás manns sem hafði tekið að sér verk í bústaðnum og taldi eiganda ekki hafa goldið honum fyrir að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×