Fáfnir í formlegum tengslum við alþjóðleg glæpasamtök 1. júlí 2008 15:13 Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48
Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35