Fáfnir í formlegum tengslum við alþjóðleg glæpasamtök 1. júlí 2008 15:13 Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48
Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35