Erlent

Fellibylurinn Ike orðinn að fjögurra stiga fárvirði

Fellibylurinn Ike fór yfir Turks og Caicos eyjar sem fjögurra stiga fárviðri í nótt. Þá höfðu eyjaskeggjar vart náð að jafna sig eftir fellibylinn Hönnu sem var yfir þessari bresku nýlendu í fjóra daga í síðustu viku.

Fjölmiðlar á eyjunum segja að þök hafi rifnað af um helmingi húsa. Rafmagnslaust er á eyjunni Stóru Turk. Flestir ferðamenn komu sér í burtu áður en óveðrið skall á.

Veðurfræðingar segja að Ike sé sérlega hættulegur fellibylur. Hann hreyfist nú í áttina að Bahama eyjum og Kúbu, þar sem óttast er að hann auki enn á búsifjar sem orðið hafa vegna þriggja fellibylja sem þar hafa gengið yfir undanfarið, Hönnu, Gústavs og Fay.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×