Flugbrautahlauparinn sér ekki eftir neinu 3. júlí 2008 18:50 "Við ætluðum að reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En því miður held ég að það hafi ekki tekist," segir hinn 21 árs gamli Haukur Hilmarsson sem í morgun hljóp inn á flugbraut á Kelflavíkurflugvelli. Með Hauki í för var hinn 31 árs gamli Bandaríkjamaður Jason. Bæði Haukur og Jason hafa áður komist í kast við lögin eftir mótmælaaðgerðir sem þeir hafa tekið þátt í. Meðal annars á vegum Saving Iceland. Haukur og Jason segjast hafa hlupið út á flugbrautina til þess að stöðva flugtak vélar sem flytja átti pólitíska flóttamanninn Paul Ramses til Ítalíu. "Við fórum út á flugbrautina tveimur mínútum áður en hún átti að taka á loft. Við hlupum meðfram flugvélinni og svo fram fyrir hana og þaðan út á flugbrautina," segir Haukur. "Þar hoppuðum við og veifuðum höndunum. Ætlunin var að reyna að fá flugvélina við að hætta við flugtak," segir Haukur. Ekki leið á löngu þar til hópur öryggisvarða var sendur á eftir tvímenningunum. Þeir skiptu þá liði. Haukur hljóp í eina átt en Jason í aðra. Öryggisverðir hlupu Jason uppi en Haukur segist hafa verið keyrður í jörðina af opinni hurð í bíl sem öryggisverðirnir notuðu til þess að elta hann. Þeim var svo haldið þar til lögregla kom á svæðið og flutti þá á brott. Hauki og Jason var svo sleppt rétt eftir klukkan eitt í dag. Aspurður hvort hann hafi gert sér grein fyrir því að öryggi fólks hafi hugsanlega verið stofnað í hættu með þessari mótmælaaðgerð svarar Haukur: "Við gerðum okkur grein fyrir því að við værum örugglega að brjóta gegn öryggisreglugerðum sem ekki voru settar að ástæðulausu. En við mátum það þannig að hættan væri afar lítil. Mannréttindasjónarmiðin sem við vorum að reyna að koma á framfæri vógu þyngra". Haukur segist ekki óttast afleiðingar gjörða sinna þótt allt að sex ára fangelsisvist gæti beðið hans. "Ég sé ekki eftir neinu. Nú vona ég bara að Ingibjörg Sólrún geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að bjarga lífi Paul Ramses." Tengdar fréttir Flugvallahlauparar fámálir Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna. 3. júlí 2008 16:21 „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. 3. júlí 2008 15:15 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð. 3. júlí 2008 16:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
"Við ætluðum að reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En því miður held ég að það hafi ekki tekist," segir hinn 21 árs gamli Haukur Hilmarsson sem í morgun hljóp inn á flugbraut á Kelflavíkurflugvelli. Með Hauki í för var hinn 31 árs gamli Bandaríkjamaður Jason. Bæði Haukur og Jason hafa áður komist í kast við lögin eftir mótmælaaðgerðir sem þeir hafa tekið þátt í. Meðal annars á vegum Saving Iceland. Haukur og Jason segjast hafa hlupið út á flugbrautina til þess að stöðva flugtak vélar sem flytja átti pólitíska flóttamanninn Paul Ramses til Ítalíu. "Við fórum út á flugbrautina tveimur mínútum áður en hún átti að taka á loft. Við hlupum meðfram flugvélinni og svo fram fyrir hana og þaðan út á flugbrautina," segir Haukur. "Þar hoppuðum við og veifuðum höndunum. Ætlunin var að reyna að fá flugvélina við að hætta við flugtak," segir Haukur. Ekki leið á löngu þar til hópur öryggisvarða var sendur á eftir tvímenningunum. Þeir skiptu þá liði. Haukur hljóp í eina átt en Jason í aðra. Öryggisverðir hlupu Jason uppi en Haukur segist hafa verið keyrður í jörðina af opinni hurð í bíl sem öryggisverðirnir notuðu til þess að elta hann. Þeim var svo haldið þar til lögregla kom á svæðið og flutti þá á brott. Hauki og Jason var svo sleppt rétt eftir klukkan eitt í dag. Aspurður hvort hann hafi gert sér grein fyrir því að öryggi fólks hafi hugsanlega verið stofnað í hættu með þessari mótmælaaðgerð svarar Haukur: "Við gerðum okkur grein fyrir því að við værum örugglega að brjóta gegn öryggisreglugerðum sem ekki voru settar að ástæðulausu. En við mátum það þannig að hættan væri afar lítil. Mannréttindasjónarmiðin sem við vorum að reyna að koma á framfæri vógu þyngra". Haukur segist ekki óttast afleiðingar gjörða sinna þótt allt að sex ára fangelsisvist gæti beðið hans. "Ég sé ekki eftir neinu. Nú vona ég bara að Ingibjörg Sólrún geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að bjarga lífi Paul Ramses."
Tengdar fréttir Flugvallahlauparar fámálir Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna. 3. júlí 2008 16:21 „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. 3. júlí 2008 15:15 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð. 3. júlí 2008 16:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Flugvallahlauparar fámálir Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna. 3. júlí 2008 16:21
„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13
Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. 3. júlí 2008 15:15
Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33
Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð. 3. júlí 2008 16:33