„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ 3. júlí 2008 13:13 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira