Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. ágúst 2008 14:24 Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður. Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns, sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, yrði framlengt um þrjá mánuði. Hæstiréttur hafnaði því í gær. Hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson telja að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn muni brjóta gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. ,,Jón Steinar er með alveg sérstök viðhorf í þessum málum. Ég held að dómarar og aðrir þurfi að fara í sjálfboðavinnu í viku á neyðarmóttöku Borgarspítalans, Kvennaathvarfinu og Stígamótum til að augu þeirra opnist," segir Atli. Skammast sín Ákærði beitti sambýliskonu sína ofbeldi og sýna myndir og myndbönd merki um miklar barsmíðar. Maðurinn fékk ókunnuga karlmenn til að eiga samræði við sambýliskonu sína gegn vilja hennar. Ákærði myndaði kynferðislegar athafnir mannanna með konunni. Ofbeldið átti sér stað á árunum 2005 til 2007. ,,Ég skammast mín. Almennt séð en ekki sérstaklega út af þessum dómi sérstaklega. Dómurinn í gær er en ein staðfestingin á því að réttarvörslukerfið bregst ekki við kynbundu ofbeldi og heimilisofbeldi sem karla beita konur," segir Atli. Jón Steinar var á móti fyrra nálgunarbanninu Athygli vekur að Jón Steinar var mótfallinn í febrúar að maðurinn yrði úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann. Engu að síður staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið með atkvæðum Hjördísar Hákonardóttir og Páls Hreinssonar. Jón Steinar skilaði sératkvæði. ,,Eðli hinna ætluðu brota er með þeim hætti að ekki er sjáanleg hætta á að varnaraðili haldi þeim áfram eftir að sambúðinni er lokið," sagði Jón Steinar í sératkvæði sínu. Í febrúar voru sjónarmið Jóns í minnihluta. Því var öfugt farið í gær þegar að Páll Hreinsson skilaði sératkvæði en hann var fylgjandi því að nálgunarbannið yrði framlengt. Samkvæmt upplýsingum Vísir er það oftast nær þannig að sömu þrír hæstaréttar dómararnir fjalli um sama málið þegar héraðsdómum um nálgunarbann og gæsluvarðaheld er skotið til Hæstaréttar. Það er gert til að koma í veg fyrir vanhæfni dómara endi viðkomandi dómsmál á borði Hæstaréttar. Þetta mun einnig vera gert til að spara tíma sem það tekur fyrir viðkomandi dómara að setja sig sinni í mál. Hæstiréttur er í sumarfríi og fjallar nú aðeins um gæsluvarðhaldsúrskurði og lögræðissviptingar sem upp koma. Áfrýjunarmál verður ekki flutt fyrir réttinum fyrr en í byrjun september. Í gær voru Jón Steinar, Ólafur Börkur og Páll kallaðir til að úrskurða um nálgunarbannið og fjóra gæsluvarðahaldsúrskurði. Hjördís mun hafa verið í fríi.- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns, sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, yrði framlengt um þrjá mánuði. Hæstiréttur hafnaði því í gær. Hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson telja að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn muni brjóta gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. ,,Jón Steinar er með alveg sérstök viðhorf í þessum málum. Ég held að dómarar og aðrir þurfi að fara í sjálfboðavinnu í viku á neyðarmóttöku Borgarspítalans, Kvennaathvarfinu og Stígamótum til að augu þeirra opnist," segir Atli. Skammast sín Ákærði beitti sambýliskonu sína ofbeldi og sýna myndir og myndbönd merki um miklar barsmíðar. Maðurinn fékk ókunnuga karlmenn til að eiga samræði við sambýliskonu sína gegn vilja hennar. Ákærði myndaði kynferðislegar athafnir mannanna með konunni. Ofbeldið átti sér stað á árunum 2005 til 2007. ,,Ég skammast mín. Almennt séð en ekki sérstaklega út af þessum dómi sérstaklega. Dómurinn í gær er en ein staðfestingin á því að réttarvörslukerfið bregst ekki við kynbundu ofbeldi og heimilisofbeldi sem karla beita konur," segir Atli. Jón Steinar var á móti fyrra nálgunarbanninu Athygli vekur að Jón Steinar var mótfallinn í febrúar að maðurinn yrði úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann. Engu að síður staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið með atkvæðum Hjördísar Hákonardóttir og Páls Hreinssonar. Jón Steinar skilaði sératkvæði. ,,Eðli hinna ætluðu brota er með þeim hætti að ekki er sjáanleg hætta á að varnaraðili haldi þeim áfram eftir að sambúðinni er lokið," sagði Jón Steinar í sératkvæði sínu. Í febrúar voru sjónarmið Jóns í minnihluta. Því var öfugt farið í gær þegar að Páll Hreinsson skilaði sératkvæði en hann var fylgjandi því að nálgunarbannið yrði framlengt. Samkvæmt upplýsingum Vísir er það oftast nær þannig að sömu þrír hæstaréttar dómararnir fjalli um sama málið þegar héraðsdómum um nálgunarbann og gæsluvarðaheld er skotið til Hæstaréttar. Það er gert til að koma í veg fyrir vanhæfni dómara endi viðkomandi dómsmál á borði Hæstaréttar. Þetta mun einnig vera gert til að spara tíma sem það tekur fyrir viðkomandi dómara að setja sig sinni í mál. Hæstiréttur er í sumarfríi og fjallar nú aðeins um gæsluvarðhaldsúrskurði og lögræðissviptingar sem upp koma. Áfrýjunarmál verður ekki flutt fyrir réttinum fyrr en í byrjun september. Í gær voru Jón Steinar, Ólafur Börkur og Páll kallaðir til að úrskurða um nálgunarbannið og fjóra gæsluvarðahaldsúrskurði. Hjördís mun hafa verið í fríi.- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira