Adriano heldur áfram að vera til vandræða í herbúðum Inter. Hann mætti í slæmu ástandi á æfingu liðsins í gær samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.
Jose Mourinho sendi Adriano beint heim og er framtíð brasilíska sóknarmannsins í lausu lofti.
Inter tapaði á þriðjudagskvöld fyrir Werder Bremen í Meistaradeildinni. Mourinho hafði síðan æfingu klukkan 10:30 í gærmorgun. Adriano mætti á þá æfingu í slæmu ástandi og augljóst að hann hafði verið á öldurhúsum um nóttina.