Sigrar hjá United og Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 20:35 Wayne Roony fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira