Vörubílstjórar hitta þingmenn við Austurvöll 1. apríl 2008 16:35 „Við vorum að tala við hann Grétar Mar þingmann. Hann sagði okkur bara að halda áfram og berjast þar til eitthvað verður gert," segir Páll Pálsson vörubílstjóri sem staddur er niður á Austurvelli en þar mótmæla jeppaeigendur og vörubílstjórar nú. Hópurinn safnaðist í Klettagörðum fyrr í dag og segir Páll að um 200-300 bílar séu í röðinni sem nær að Alþingishúsinu. 6 jeppar eru fyrir utan Alþingi og afhenti forsprakki hópsins Sturla Jónsson nafna sínum Böðvarssyni forseta Alþingis undirskriftarlista um lækkun eldsneytisálaga fyrir stundu. Nokkrir þingmenn hafa gefið sig á tal við hópinn. Páll segir hópinn hafa farið niður eftir í fylgd lögreglu og hann ítrekar að það verði ekkert stoppað fyrr en eitthvað verður gert. Jeppaeigandi og eldsneytisgreiðandi hafði samband við Vísi og var hann staddur í röðinni. Hann segir lögreglu hafa beðið hann um að færa sig svo Strætó kæmist framhjá. Hann sagði nú lítið varið í þetta ef engar raskanir yrðuá samgöngum. Þá var honum hótað handtöku og færði bílinn í kjölfarið. „Ég er samt ennþá í röðinni og ætla hvergi. Það er kominn tími til þess að eini strútagarður á Íslandi, Alþingi, taki hausinn upp úr sandinum og geri það sem kjósendur biðja um," sagði jeppaeigandinn ósáttur. Frést hefur af mótmælu víða um land og segist Páll hafa heyrt af mótmælum á Akureyri, Egilsstöðum og á Hornafirði. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Við vorum að tala við hann Grétar Mar þingmann. Hann sagði okkur bara að halda áfram og berjast þar til eitthvað verður gert," segir Páll Pálsson vörubílstjóri sem staddur er niður á Austurvelli en þar mótmæla jeppaeigendur og vörubílstjórar nú. Hópurinn safnaðist í Klettagörðum fyrr í dag og segir Páll að um 200-300 bílar séu í röðinni sem nær að Alþingishúsinu. 6 jeppar eru fyrir utan Alþingi og afhenti forsprakki hópsins Sturla Jónsson nafna sínum Böðvarssyni forseta Alþingis undirskriftarlista um lækkun eldsneytisálaga fyrir stundu. Nokkrir þingmenn hafa gefið sig á tal við hópinn. Páll segir hópinn hafa farið niður eftir í fylgd lögreglu og hann ítrekar að það verði ekkert stoppað fyrr en eitthvað verður gert. Jeppaeigandi og eldsneytisgreiðandi hafði samband við Vísi og var hann staddur í röðinni. Hann segir lögreglu hafa beðið hann um að færa sig svo Strætó kæmist framhjá. Hann sagði nú lítið varið í þetta ef engar raskanir yrðuá samgöngum. Þá var honum hótað handtöku og færði bílinn í kjölfarið. „Ég er samt ennþá í röðinni og ætla hvergi. Það er kominn tími til þess að eini strútagarður á Íslandi, Alþingi, taki hausinn upp úr sandinum og geri það sem kjósendur biðja um," sagði jeppaeigandinn ósáttur. Frést hefur af mótmælu víða um land og segist Páll hafa heyrt af mótmælum á Akureyri, Egilsstöðum og á Hornafirði.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira