Eiður lofar Paul Scholes Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 18:44 Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira