Hópur fjárfesta styrkir skóla fyrir fatlaða Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:45 Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla. Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla.
Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira