Erlent

Þjóðarmorð en Serbar ekki ábyrgir

Alþjóðadómstóllinn í Haag í Hollandi, æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, úrskurðaði í morgun að Serbar bæru ekki ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu 1992 til 1995. Hinsvegar úrskurðaði dómstóllinn að Serbar hefðu vanrækt að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Bosníumenn höfðu farið þess á leit við dómstólinn að hann skæri úr um hvort Serbar hefðu framið þjóðarmorð á bosnískum múslimum.

Málssóknin er söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem ríki er ákært fyrir þjóðarmorð. Minnst hundrað þúsund manns dóu í Bosníustríðinu sem varð kveikjan að upplausn Júgóslavíu. Bosnískir múslimar og Króatar vildu slíta tengsl við ráðamenn í Belgrad en Bosníu-Serbar voru því andvígir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×