Elísabet: Langar helst til að gráta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2007 17:25 Elísabet tekur hér við verðlaunum fyrr í sumar. Mynd/E. Stefán Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var heldur betur svekkt með úrslit sinna manna gegn Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. „Mig langar helst til að gráta," sagði Elísabet. „Við komumst yfir og spiluðum óaðfinnanlega í áttatíu mínútur. Við áttum bara ekki meira til." Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik en Birgit Prinz jafnaði fyrir Frankfurt þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Petra Wimbersky bætti tveimur við á lokamínútum leiksins, þegar Valsmenn freistuðu þess að sækja. „Við ætluðum okkur alltaf að vinna þennan leik og lögðum ekki upp með neitt annað í okkar undirbúningi. Við höfðum þvílíka trú á því að við gætum gert það," sagði Elísabet ákveðin. „En við erum að klára tímabilið og kappkosta við að halda öllum leikmönnum í toppformi svona lengi sem er afar erfitt gegn svo sterku liði." Í stöðunni 1-1 var mark dæmt af sem Valur skoraði vegna rangstöðu. Elísabet vildi meina að um rangan dóm hefði verið að ræða. „Við ætluðum okkur að vinna og það er ótrúlega sorglegt að við fengum ekkert úr þessu. En ég er rosalega ánægð með liðið, úrslitin eru bara ekki samkvæmt frammistöðunni - við spiluðum stórkostlega." Valur mætir næst heimamönnum í Wezemaal á laugardaginn kemur og að síðustu Everton á þriðjudaginn. Þessi lið eigast við síðar í dag en ljóst er að Valur þarf helst að vinna þessi tvö lið til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar, væntanlega ásamt Frankfurt. „Við ætlum að byrja á því að horfa á Wezemaal á laugardaginn," sagði Elísabet. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur stóð í Frankfurt Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:14 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var heldur betur svekkt með úrslit sinna manna gegn Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. „Mig langar helst til að gráta," sagði Elísabet. „Við komumst yfir og spiluðum óaðfinnanlega í áttatíu mínútur. Við áttum bara ekki meira til." Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik en Birgit Prinz jafnaði fyrir Frankfurt þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Petra Wimbersky bætti tveimur við á lokamínútum leiksins, þegar Valsmenn freistuðu þess að sækja. „Við ætluðum okkur alltaf að vinna þennan leik og lögðum ekki upp með neitt annað í okkar undirbúningi. Við höfðum þvílíka trú á því að við gætum gert það," sagði Elísabet ákveðin. „En við erum að klára tímabilið og kappkosta við að halda öllum leikmönnum í toppformi svona lengi sem er afar erfitt gegn svo sterku liði." Í stöðunni 1-1 var mark dæmt af sem Valur skoraði vegna rangstöðu. Elísabet vildi meina að um rangan dóm hefði verið að ræða. „Við ætluðum okkur að vinna og það er ótrúlega sorglegt að við fengum ekkert úr þessu. En ég er rosalega ánægð með liðið, úrslitin eru bara ekki samkvæmt frammistöðunni - við spiluðum stórkostlega." Valur mætir næst heimamönnum í Wezemaal á laugardaginn kemur og að síðustu Everton á þriðjudaginn. Þessi lið eigast við síðar í dag en ljóst er að Valur þarf helst að vinna þessi tvö lið til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar, væntanlega ásamt Frankfurt. „Við ætlum að byrja á því að horfa á Wezemaal á laugardaginn," sagði Elísabet.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur stóð í Frankfurt Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:14 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Valur stóð í Frankfurt Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:14